Leiðrétting!
Hvimleið mistök áttu sér stað þegar greint var frá því í Víkurfréttum í dag að á morgun, sumardaginn fyrsta, yrði Guðsþjónusta í Njarðvíkurkirkju kl. 11:00. Hið rétta er að það verður alls engin Guðsþjónusta í Njarðvíkurkirkju og eru lesendur beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Þess má geta að Guðsþjónusta verður haldin á morgun í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Gleðilegt sumar.