Leiðrétt: Hafnarfjörður á vatns- og fráveitu
Vegna fréttar á vef Víkurfrétta frá í gær skal leiðrétt að vatns- og fráveitukerfi í Hafnarfirði er í eigu Hafnarfjarðarbæjar en ekki Hitaveitu Suðurnesja eins og kom fram í fréttinni.
Hins vegar er raflagnakerfi í Hafnarfirði í eigu HS og verður ekki tekið þaðan út nema með sérstökum samningum þar að lútandi. Er beðist velvirðingar á þessum misskilningi.