Leiðislýsing kostar 3000 kr. í Grindavík
Það kostar 3000 krónur að hafa raflýsta leiðisskreytingu í kirkjugarði Grindvíkinga að Stað við Grindavík. Rafverktaki sér um leiðislýsingar og sér verktakinn um að setja upp alla krossa og kveikja á þeim fyrsta sunnudag í aðventu.
Þá sér verktakinn um að fylgjast með skreytingum og eru þær kannaðar vikulega. Skipt er um perur ef þær springa og er það innifalið í 3000 króna gjaldinu. Þá sér verktakinn um að taka niður skreytingar eftir jólin og geymir til næstu jóla.