Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Leiðindaveður í Sandgerði
Miðvikudagur 10. mars 2004 kl. 13:18

Leiðindaveður í Sandgerði

Leiðindaveður er nú við allar hafnir á Suðurnesjum. Í Sandgerðishöfn er suðaustan 16 til 20 metrar á sekúndu. Fjórir snurvoðabátar héldu til veiða í morgun frá Sandgerði, en alls eru 11 snurvoðabátar gerðir út frá Sandgerði á þessum tíma árs. Að sögn Sveins Einarssonar starfsmanns á Sandgerðishöfn eru litlu bátarnir allir í landi og lítið líf við höfnina. Spáð er leiðindaveðri fram yfir helgi, roki og rigningu.

Myndin: Frá löndun í Sandgerðishöfn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024