Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Leiddur fyrir dómara
Sunnudagur 2. desember 2007 kl. 14:46

Leiddur fyrir dómara

Útlendingurinn,  sem verið hefur í varðhaldi og yfirheyrslum, grunaður um að vera valdur að andláti fjögurra ára drengs á Vesturgötu, var nú fyrir stundu leiddur fyrir dómara þar sem krafist verður gæsluvarðhalds yfir honum.

Yfirheyrslur hafa staðið yfir manninum síðan í gær. Hann er grunaður um að hafa ekið á drenginn og flúið af vettvangi. Beinist rannsókn lögreglu m.a. að bifreið mannsins en haft er eftir lögreglu að ákoma sé á bifreið mannsins sem gæti passað við ákeyrsluna. Þá er jafnframt búið að ræða við fjölda vitna. Lögreglunni hefur borist fjöldi vísbendinga og er áfram unnið við að skoða þær gaumgæfilega.

Mynd: Maðurinn var hulinn teppi þegar hann var leiddur út í lögreglubíl nú fyrir stundu. VF-mynd: elg









Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024