Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Leiðari MBL: Bæjarfulltrúar undir  þrýstingi frá sérhagsmunaaðilum
Fimmtudagur 1. nóvember 2007 kl. 11:27

Leiðari MBL: Bæjarfulltrúar undir þrýstingi frá sérhagsmunaaðilum

Undirskriftasöfnun Hannesar Friðrikssonar, íbúa í Reykjanesbæ, er umfjöllunarefni leiðara Morgunblaðsins í dag undir fyrirsögninni Rödd almennings.
Hannes hefur fengið afar sterk viðbrögð við undirskrifasöfnuninni þar sem skorað er á sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum að tryggja áfram meirihlutaeigu sveitarfélaganna í Hitaveitu Suðurnesja og hún muni áfram annast orkuöflun,  sölu og dreifingu á vatni og rafmagni á svæðinu.

Leiðari Morgunblaðsins tekur undir það með Hannesi að þátttaka almennings í ákvörðunum um eigin málefni sé hin æskilega þróun í lýðræðisríki. Það sé alls ekki fráleitt að ræða þann möguleika, að framtíð HS verði ákveðin í beinni kosningu fólksins sem býr á þjónustusvæði fyrirtækisins.

„Kjörnir fulltrúar eru stundum í erfiðri stöðu til þess að taka ákvarðanir. Þeir geta legið undir miklum þrýstingi frá aðilum sem gæta sérhagsmuna. Enginn þarf að efast um, að bæjarfulltrúar meirihlutans í bæjarstjórn Reykjanesbæjar hafa legið undir miklum þrýstingi vegna málefna Hitaveitu Suðurnesja frá sérhagsmunaaðilum," segir í leiðara Morgunblaðsins.

„Það verður fróðlegt að sjá hvaða árangri Hannes Friðriksson nær í undirskriftasöfnuninni á Suðurnesjum. En það hlýtur líka að koma til umræðu, að grundvallarákvörðun um framtíð Hitaveitu Suðurnesja verði tekin af fólkinu sjálfu en ekki tiltölulega fámennum hópi manna, þótt þeir hafi verið kjörnir til trúnaðarstarfa í þágu fólksins. Hvað skyldu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins segja um það?" spyr leiðarahöfundur Morgunblaðsins.


Mynd/elg: Hannes Friðriksson. Undirskriftasöfnun hans hefur fengið sterk viðbrögð og er umfjöllunarefni leiðara Morgunblaðsins í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024