Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Leiðandi fyrirtæki í framleiðslu á þurrkuðum fiskafurðum
Miðvikudagur 10. nóvember 2010 kl. 15:33

Leiðandi fyrirtæki í framleiðslu á þurrkuðum fiskafurðum


Haustak hf á Reykjanesi er stærsta fyrirtæki landsins sem sérhæfir sig í vinnslu á þurrkuðum fiskafurðum. Þykir fyrirtækið leiðandi á þessu sviði hér á landi, bæði hvað varðar tækni og gæði. Haustak er í sameiginlegri eigu tveggja grindvískra sjávarútvegsfyrirtækja, Vísis hf og Þorbjörns hf. Hjá fyrirtækinu á Reykjanesi starfa 25 manns í fullu starfi en auk þess rekur fyrirtækið vinnslu á Egilsstöðum sem keypt var fyrir þremur árum. Á Reykjanesi er unnið árlega úr 8-12 þúsund tonnum af hráefni
Mikil framþróun hefur orðið í þessari vinnslu og kemur verulega á óvart það vinnuumhverfi sem blasir við þegar komið er inn í bækistöðvar fyrirtækisins á Reykjanesi. 

VF heimsótti Haustak í vikunni og verður nánar greint frá því í Víkurfréttum sem koma út á morgun, fimmtudag.

VFmynd/elg.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024