Legsteinn fannst í fjöru
Legsteinn fannst í fjörunni á milli Keflavíkur og Njarðvíkur á föstudag, en unnið er við uppfyllingu í fjörunni. Var legsteinninn fluttur upp úr fjörunni en á honum eru nöfn þriggja einstaklinga sem hafa látist 16. og 17. nóvember árið 1918. Umsjónarmaður kirkjugarða Reykjanesbæjar hefur málið til athugunar, en í húsi nálægt þeim stað sem legsteinninn fannst var rekin legsteinasmiðja um árabil.