Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Leggur til að taka næstlægsta tilboðinu
Föstudagur 31. maí 2002 kl. 10:38

Leggur til að taka næstlægsta tilboðinu

Alls bárust sex tilboð í endurbyggingu Duus húsanna í Reykjanesbæ. Fimm þeirra voru undir kostnaðaráætlun en hún nam 12 milljónum króna. Samkvæmt yfirferð hönnuðar voru gögn lægstbjóðanda ekki í samræmi við skilyrði í útboðsgögnum og því lagði forstöðumaður Umhverfis- og tæknisviðs til að tekið yrði næstlægsta tilboði í verkið sem var frá Smiðshögginu í Njarðvík og hljóðaði upp á 9,7 milljónir sem er 81% af kostnaðaráætlun.Tilboð – Duus hús. Eftirfarandi tilboð bárust:
Meistarahús ehf. kr. 10.652.390,- 89,0%
Smiðshöggið ehf. kr. 9.703.530,- 81,0%
Hjalti Guðmundsson ehf. kr. 12.485.380,- 104,0%
Skrauthús kr. 9.291.444,- 80,0%
Trésmiðja Stefáns og Ara ehf. kr. 11.147.924,- 94,0%
GD Trésmiðja ehf. kr. 11.679.486,- 97,0%
Kostnaðaráætlun kr. 12.028.000,- 100,0%
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024