Leggur til að Nikkelsvæðið verði afhent í áföngum -utanríkisráðherra ósammála
Kristján Pálsson (D) alþingismaður beindi fyrirspurn til Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra, á Alþingi í síðustu viku, varðandi afhendingu Nikkel-svæðisins og hreinsun þess. Vinna við nýja kostnaðaráætlun um hreinsun svæðisins hefur stöðvað málið að sinni, en í sumar leit út fyrir að málið væri í höfn. Nikkel-svæðið er mjög verðmætt byggingarsvæði en talið er að þar sé pláss undir 410 íbúðir eða 1200-1500 manna byggð og átta hektara iðnaðar- og verslunarrekstur.
Hamlar uppbyggingu
Í greinargerð Kristjáns kemur fram að það sé á verksviði utanríkisráðherra að ganga frá þessu máli, þ.e. samningagerð við Varnarliðið, kostnað vegna þeirra og þá hugsanlega endurkröfu á
Varnarliðið.
„Ljóst er að langvarandi tafir á skilum á þessu landi hamlar mjög allri uppbyggingu á skipulagi í Reykjanesbæ“, segir Kristján og nefnir að íbúðarhús, sem næst eru svæðinu, enda við girðingarnetið. „Til eru dæmi um að hluti lóða séu innan girðingar og afhendist síðar. Þess vegna
spyr ég um hvort hægt sé að skila landinu í áföngum. Að áliti skipulagsyfirvalda í Reykjanesbæ losaði það mjög um pressuna af nyrðri helmingur svæðisins yrði afgreiddur strax. Með því losnuðu 8-9 hektarar þess lands sem ráð var fyrir gert undir íbúðabyggð og það bætti einnig við nokkru landi til iðnaðar- og verslunarreksturs sem og nýtingu lands utan núverandi girðingar“, segir Kristján og vonast til að þessi hugmynd auðveldi lausn málsins.
Er enn varnarsvæði
Kristján beindi fjórum spurningum til utanríkisráðherra, þ.e. hvort honum væri kunnugt um kostnaðinn við hreinsun Nikkel-svæðisins, hversu mikið fé ráðuneytið hefði fengið frá Varnarliðinu eða öðrum til hreinsunar svæðisins, hvort ráðuneytið hefði veitt Reykjanesbæ eða öðrum fé til hreinsunar eða hvort áform væru um slíkt og síðast en ekki síst hvort til greina komi að afhenda Reykjanesbæ svæðið í áföngum.
Í svari Halldórs kom fram að mikilvægt væri að Reykjanesbær fengi full afnot af landinu sem fyrst en mikilvægt væri að skoða fyrst vandlega alla þætti málsins, m.a. hreinsun svæðisins. Hins vegar hefðu Bandaríkjamenn ekki ennþá skilað landinu formlega og neðra Nikkel-svæðið væri því enn varnarsvæði.
Hafa ekki samið um hreinsun svæðisins
Síðastliðið vor fór fram ítarleg rannsókn á mengun á svæðinu og niðurstaðan var sú að hreinsun svæðisins yrði ekki flókin. Kostnaðaráætlun var gerð 1999 en í þeirri áætlun var gert ráð fyrir
kostnaði við að fjarlægja mannvirki á svæðinu en ekki kostnaði við jarðvegshreinsun. Varðandi fyrirspurn um hversu mikið fé ráðuneytið hefði fengið frá Varnarliðinu til hreinsunar svæðisins, sagði Halldór að samningur hefði verið gerður milli Íslands og Bandaríkjanna um eigendaskipti lóranstöðvarinnar á Sandi 9. ágúst 1996, þar sem íslensk stjórnvöld fengu allan rétt til lóranstöðvarinnar, þ.e. byggingar, mannvirki og aðra aðstöðu. Gegn afhendingu þessara eigna tóku íslensk stjórnvöld að sér að rífa niður og fjarlægja öll mannvirki og aðstöðu ofan jarðar sem staðsett eru á neðra Nikkel svæðinu. Þannig skyldi hreinsun yfirborðsmannvirkja vera endurgjald fyrir aðstöðuna á Sandi. Halldór segir að ekki hafi verið samið um hreinsun við Varnarliðið.
Leitum að heildarlausn
Að sögn Halldórs hefur Reykjanesbæ verið boðið svæðið til leigu gegn því endurgjaldi að bærinn sinni hreinsun svæðisins en ráðuneytið er ekki búið að fara yfir þau mál með Reykjanesbæ og Varnarliðinu. Kristján lagði til að landið yrði afhent í áföngum en Halldór segir ekkert hafa komið fram sem bendir til að auðveldara sé að ljúka málinu í áföngum. Hann telur heildarlausn vera heppilegri í þessu máli, sem felst í fullum afnotum Reykjanesbæjar af svæðinu.
Hamlar uppbyggingu
Í greinargerð Kristjáns kemur fram að það sé á verksviði utanríkisráðherra að ganga frá þessu máli, þ.e. samningagerð við Varnarliðið, kostnað vegna þeirra og þá hugsanlega endurkröfu á
Varnarliðið.
„Ljóst er að langvarandi tafir á skilum á þessu landi hamlar mjög allri uppbyggingu á skipulagi í Reykjanesbæ“, segir Kristján og nefnir að íbúðarhús, sem næst eru svæðinu, enda við girðingarnetið. „Til eru dæmi um að hluti lóða séu innan girðingar og afhendist síðar. Þess vegna
spyr ég um hvort hægt sé að skila landinu í áföngum. Að áliti skipulagsyfirvalda í Reykjanesbæ losaði það mjög um pressuna af nyrðri helmingur svæðisins yrði afgreiddur strax. Með því losnuðu 8-9 hektarar þess lands sem ráð var fyrir gert undir íbúðabyggð og það bætti einnig við nokkru landi til iðnaðar- og verslunarreksturs sem og nýtingu lands utan núverandi girðingar“, segir Kristján og vonast til að þessi hugmynd auðveldi lausn málsins.
Er enn varnarsvæði
Kristján beindi fjórum spurningum til utanríkisráðherra, þ.e. hvort honum væri kunnugt um kostnaðinn við hreinsun Nikkel-svæðisins, hversu mikið fé ráðuneytið hefði fengið frá Varnarliðinu eða öðrum til hreinsunar svæðisins, hvort ráðuneytið hefði veitt Reykjanesbæ eða öðrum fé til hreinsunar eða hvort áform væru um slíkt og síðast en ekki síst hvort til greina komi að afhenda Reykjanesbæ svæðið í áföngum.
Í svari Halldórs kom fram að mikilvægt væri að Reykjanesbær fengi full afnot af landinu sem fyrst en mikilvægt væri að skoða fyrst vandlega alla þætti málsins, m.a. hreinsun svæðisins. Hins vegar hefðu Bandaríkjamenn ekki ennþá skilað landinu formlega og neðra Nikkel-svæðið væri því enn varnarsvæði.
Hafa ekki samið um hreinsun svæðisins
Síðastliðið vor fór fram ítarleg rannsókn á mengun á svæðinu og niðurstaðan var sú að hreinsun svæðisins yrði ekki flókin. Kostnaðaráætlun var gerð 1999 en í þeirri áætlun var gert ráð fyrir
kostnaði við að fjarlægja mannvirki á svæðinu en ekki kostnaði við jarðvegshreinsun. Varðandi fyrirspurn um hversu mikið fé ráðuneytið hefði fengið frá Varnarliðinu til hreinsunar svæðisins, sagði Halldór að samningur hefði verið gerður milli Íslands og Bandaríkjanna um eigendaskipti lóranstöðvarinnar á Sandi 9. ágúst 1996, þar sem íslensk stjórnvöld fengu allan rétt til lóranstöðvarinnar, þ.e. byggingar, mannvirki og aðra aðstöðu. Gegn afhendingu þessara eigna tóku íslensk stjórnvöld að sér að rífa niður og fjarlægja öll mannvirki og aðstöðu ofan jarðar sem staðsett eru á neðra Nikkel svæðinu. Þannig skyldi hreinsun yfirborðsmannvirkja vera endurgjald fyrir aðstöðuna á Sandi. Halldór segir að ekki hafi verið samið um hreinsun við Varnarliðið.
Leitum að heildarlausn
Að sögn Halldórs hefur Reykjanesbæ verið boðið svæðið til leigu gegn því endurgjaldi að bærinn sinni hreinsun svæðisins en ráðuneytið er ekki búið að fara yfir þau mál með Reykjanesbæ og Varnarliðinu. Kristján lagði til að landið yrði afhent í áföngum en Halldór segir ekkert hafa komið fram sem bendir til að auðveldara sé að ljúka málinu í áföngum. Hann telur heildarlausn vera heppilegri í þessu máli, sem felst í fullum afnotum Reykjanesbæjar af svæðinu.