Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Leggur ljósleiðara á fjölda heimila í Garði
Fimmtudagur 20. apríl 2023 kl. 06:24

Leggur ljósleiðara á fjölda heimila í Garði

Míla hefur óskað eftir framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara í Garði í Suðurnesjabæ. Framkvæmdir hefjast um miðjan apríl og er áætlaður framkvæmdatími tveir mánuðir ef vel gengur.

Framkvæmdin verður unnin í tveimur áföngum og er áætlað að byrja á teningum í hús við Melteig, Kríuland og Lóuland sem ætti að klárast á tveimur til þremur vikum. Í framhaldi verður farið í seinni áfangann, sem áætlað er að taki fjórar til fimm vikur vikur. Þar eru hús við Heiðartún, Silfurtún,Hraunholt, Lindartún, Eyjaholt, Heiðarbraut, Lyngbraut, Einholt og Urðarbraut.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Mílu.