Leggur ljósleiðara á fjölda heimila í Garði
Míla hefur óskað eftir framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara í Garði í Suðurnesjabæ. Framkvæmdir hefjast um miðjan apríl og er áætlaður framkvæmdatími tveir mánuðir ef vel gengur.
Framkvæmdin verður unnin í tveimur áföngum og er áætlað að byrja á teningum í hús við Melteig, Kríuland og Lóuland sem ætti að klárast á tveimur til þremur vikum. Í framhaldi verður farið í seinni áfangann, sem áætlað er að taki fjórar til fimm vikur vikur. Þar eru hús við Heiðartún, Silfurtún,Hraunholt, Lindartún, Eyjaholt, Heiðarbraut, Lyngbraut, Einholt og Urðarbraut.
Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Mílu.