Leggur Landsnet hitaveitu á Vatnsleysuströnd
– og ljósleiðara í skiptum fyrir Suðurnesjalínu II?
Björn Sæbjörnsson, f.h. D-lista í Sveitarfélaginu Vogum, lagði fram erindi með tillögu til bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga um að lögð verði fram formleg beiðni til stjórnar Landsnets hf. um mótvægisaðgerðir vegna lagningar Suðurnesjalínu II.
Bæjarráð Voga tók erindið fyrir á síðasta fundi og frestaði afgreiðslu þess.
Bæjarráði Sveitarfélagsins Voga barst einnig nýverið bréf Birgis Þórarinssonar, Minna-Knarrarnesi. Í því var skorun til bæjarráðs um að leita eftir fjárstuðningi til Landsnets hf. við hitaveituframkvæmdir og lagningu ljósleiðara á Vatnsleysuströnd.