Bilakjarninn
Bilakjarninn

Fréttir

Leggur áherslu á samvinnu og árangursmælingar í þágu farsældar barna
Föstudagur 23. maí 2025 kl. 06:20

Leggur áherslu á samvinnu og árangursmælingar í þágu farsældar barna

Lýðheilsuráð Reykjanesbæjar leggur ríka áherslu á samvinnu allra hagaðila og reglulegar árangursmælingar við innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Þetta kom fram á fundi ráðsins sem haldinn var 15. maí síðastliðinn.

Á fundinum fór Eydís Rós Ármannsdóttir, verkefnastjóri á skrifstofu velferðarsviðs, yfir stöðu innleiðingar laganna hjá sveitarfélaginu og kynnti aðgerðir sem þegar eru hafnar í þeim efnum.

Ráðið þakkaði fyrir góða og greinargóða kynningu á þessu mikilvæga málefni og lagði áherslu á að öll börn í Reykjanesbæ eigi að njóta samþættrar þjónustu sem stuðlar að velferð og farsæld. Þá hvatti ráðið sérstaklega til þess að settar verði reglulegar mælingar á árangri verkefnisins, þannig að hægt sé að fylgjast með þróun þess og bera saman niðurstöður milli ára.

Bílakjarninn
Bílakjarninn