Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Leggur áherslu á mikilvægi ungmennaráðs
Þriðjudagur 9. nóvember 2021 kl. 09:26

Leggur áherslu á mikilvægi ungmennaráðs

Ungmennaráð Suðurnesjabæjar fundaði með bæjarstjórn

Ungmennaráð Suðurnesjabæjar átti sinn fyrsta fund með bæjarstjórn Suðurnesjabæjar í upphafi 39. fundar bæjarstjórnar sem fram fór miðvikudaginn 3. nóvember. Á fundinum fóru tveir fulltrúar ungmennaráðs yfir málefni sem ráðið hafði undirbúið til kynningar og eru ungu fólki í Suðurnesjabæ hugleikin og afhentu bæjarstjórn gögn til frekari skoðunar. Frá þessu er greint á vef Suðurnesjabæjar og birtar myndir frá fundinum.

Á fundinum lýsti bæjarstjórn ánægju sinni með framtak ungmennaráðs og hvatti þau til áframhaldandi góðra verka, en ungmennaráð hafði undirbúið sig vel fyrir fundinn sem gerir bæjarfulltrúum auðveldara fyrir að vega og meta það sem lagt var fram.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá bókaði bæjarstjórn eftirfarandi á fundinum:

„Bæjarstjórn þakkar fulltrúum í ungmennaráði fyrir þátttöku í fundi bæjarstjórnar. Jafnframt þakkar bæjarstjórn fyrir framlag ungmennaráðs til fundarins og fyrir þau áherslumál sem kynnt voru. Bæjarstjórn leggur áherslu á mikilvægi ungmennaráðs er það varðar að koma á framfæri við bæjarstjórn þeim áherslumálum sem brenna á ungum íbúum Suðurnesjabæjar. Bæjarstjórn óskar ungmennaráði alls góðs í þeirra störfum.“

Fulltrúar ungmennaráðs sem sátu fundinn voru Ernir Ólason, Eyþór Ingi Einarsson, Salóme Kristín Róbertsdóttir, Lilja Guðrún Vilmundardóttir, Irma Rún Blöndal, Heba Lind Guðmundsdóttir og Sara Mist Atladóttir.