Leggur áherslu á dýpkunarframkvæmdir við Sandgerðishöfn
Bæjarráð Sandgerðisbæjar leggur áherslu á að dýpkunarframkvæmdir við Sandgerðishöfn verði settar á Samgönguáætlun.
Samgönguáætlun áranna 2018 til 2021 er nú til vinnslu og áherslur í sjóvörnum og hafnarmálum hafa verið sendar til sveitarfélaga frá Vegagerðinni.
Minnisblað umhverfis- og tæknifulltrúa Sandgerðisbæjar um samgönguáætlun var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Sandgerðis í vikunni. Bæjarráð samþykkti á þeim fundi að Sandgerðisbær sæki um að þau verkefni sem tilgreind eru á framlögðu minnisblaði og þau verði sett á Samgönguáætlun.