Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Leggjast gegn rækjuveiðum við Eldey
Fimmtudagur 22. júní 2017 kl. 17:23

Leggjast gegn rækjuveiðum við Eldey

- Stærð rækjustofnsins undir varúðarmörkum

Hafrannsóknastofnun leggur til í samræmi við varúðarsjónarmið að rækjuveiðar verði ekki heimilaðar á svæðinu við Eldey á almanaksárinu 2017. Samkvæmt stofnmælingu sumarið 2017 er stærð rækjustofnsins við Eldey undir meðallagi og undir varúðarmörkum stofnsins.
Stofnunin lagði til veiðar á 171 tonnum af rækju við Eldey í fyrra og veiddist 146 tonn upp í þau. Árið 2013 voru 173 tonn veidd upp í 250 tonn sem er það mesta sem mælst hefur verið. Rækjuveiðar við Eldey hafa verið sveiflukenndar síðustu ár og voru engar veiðar stundaðar á árunum 1997 til 2002. Mest er að veiðast af rækju á sumrin og haustin. Á árunum 2015 til 2016 voru aðeins fjögur skip á rækjuveiðum við Eldey, flest voru skipin átján árið 1994.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024