Leggja til opnun sundlaugar til kl. 18 um helgar
Undirskriftalisti með 168 undirskriftum þar sem lagt er til að sundlaugin verði opin til kl. 21:00 um helgar yfir vetrartímann í stað kl. 16:00 var lagður fyrir frístunda- og menningarnefnd Grindavíkur á síðasta fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla nefndarinnar er sú að hún leggur til við bæjarstjórn að íþróttamannvirkin verði opin til kl. 18:00 um helgar yfir vetrartímann.