Leggja ljósleiðararör með Reykjanesbraut
Orkufjarskipti hf. hafa sótt um framkvæmdaleyfi til Sveitarfélagsins Voga fyrir lögn ljósleiðarröra meðfram Reykjanesbraut. Fyrir liggur heimild Vegagerðarinnar fyrir framkvæmdinni að uppfylltum skilyrðum. Þá liggur fyrir álit Skipulagsstofnunar sem telur að framkvæmdin falli ekki undir ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum.
Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt framkvæmdaleyfi fyrirtækisins með þeim skilyrðum sem koma fram í bréfi Vegagerðarinnar.