Leggja grunn að eigin framtíð!
Nú er unnið að stækkun kirkjugarðsins að Stað við Grindavík. Hópur vaskra drengja úr körfuknattleiksdeild Grindavíkur kom þar saman í gærkvöldi, föstudagskvöld, til að tyrfa nýja garðinn. Einhverjum varð á orði að þarna væru þeir að leggja grunn að eigin framtíð því það er aðeins eitt öruggt í þessu lífi - að það tekur enda.Á meðfylgjandi mynd má sjá Pétur Guðmundsson, fyrirliða Grindavíkurliðsins í körfuknattleik, með fangið fullt af torfi. Strákarnir voru snöggir að tyrfa garðinn og flautuðu svo til grillveislu að Stað þegar góðu dagsverki var lokið.
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson