Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Leggja áherslu á mikilvægi þess að halda vel utan um merkar minjar í Suðurnesjabæ
Þriðjudagur 28. mars 2023 kl. 17:44

Leggja áherslu á mikilvægi þess að halda vel utan um merkar minjar í Suðurnesjabæ

Á fundi framkvæmda- og skipulagsráðs Suðurnesjabæjar var nýverið tekið fyrir erindi frá Helgu S. Ingimundardóttur og Kristjönu H. Kjartansdóttur vegna stígs og aðgengi að Prestvörðu í Leiru tekið til umfjöllunar og málinu vísað til umsagnar hjá ferða-, safna og menningarráði.

Ráðið tekur undir bókun framkvæmda- og skipulagsráðs en leggur jafnframt áherslu á mikilvægi þess að halda vel utan um merkar minjar í Suðurnesjabæ. Prestvarðan er nú þegar á lista yfir áfangastaði í Suðurnesjabæ ásamt öðrum gönguleiðum sem þarf að varðveita og gera skil á. Ráðið bendir bréfriturum á að til eru sjóðir sem hægt er að leita í til að flýta fyrir uppbyggingu, s.s. Menningarsjóður Suðurnesjabæjar og Framkvæmdasjóður ferðamannastaða.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024