Laxnesfjöðrin vígð við gamla barnaskólann í Keflavík
Á laugardaginn verður vígt listaverk eftir Erling Jónsson myndhöggvara fyrir utan gamla barnaskólann að Skólavegi 1. Verkið nefnist Laxnessfjöðrin og er þetta í annað sinn sem Erlingur vígir listaverk sín á Ljósanótt, en í fyrra vígði hann listaverkið Flug sem stendur fyrir framan Ný-Ung á Hafnargötu.Erlingur sem er nýkominn til landsins segir að sagan á bakvið Laxnessfjöðrina sé sérstök: “Fyrir mig er fjöðrin tákn andans sem svífur óheftur. Ég var einu sinni staddur vestur í Berufirði í Reykhólasveit, en þangað fer ég stundum á sumrin ef ég mögulega get. Eitt kvöldið var ég á labbi, en þetta var mjög yndislegt kvöld og kyrrð var yfir öllu og ég fann einhvern áhrifamátt frá umhverfinu. Þegar ég stóð þarna úti í þessu fallega umhverfi sá ég stóran Örn svífa þarna yfir og eins og Ernir eru, hafði hann allt á valdi sínu," segir Erlingur og bætir við að Örninn hafi flogið burt stuttu seinna. Erlingi fannst þessi sýn stórkostleg: “Mér datt í hug þegar ég horfði á Örninn svífa þarna yfir að svona væri Halldór Laxness fyrir okkur Íslendinga. Hann kom og hafði allt á valdi sínu með sinni óumræðilegu snilld," segir Erlingur.
Sama dag var Erlingur á gangi í fjörunni við Kinnastaði í Þorskafirði og gekk hann þá fram á Arnarfjöður: “Þegar ég tók fjöðrina upp hugsaði ég með mér að þetta væri Laxnessfjöðrin og þetta er sagan á bakvið listaverkið," segir Erlingur.
Eins og áður segir verður listaverkið vígt fyrir framan gamla barnaskólann klukkan 15 á laugardaginn, en Erlingur sem var kennari í yfir 20 ár kenndi til margra ára við Barnaskólann. Erlingur hefur búið í Osló í um 20 ár og starfar hann þar sem myndhöggvari. Hann segist koma mjög reglulega til Íslands: “Halldór Laxness sagði eitt sinn; “Það er hámenningarloft á Íslandi" og ég er hjartanlega sammála honum," segir Erlingur að lokum.
Myndin:
Erlingur Jónsson myndhöggvari kemur reglulega til Íslands til að anda að sér hámenningarlfotinu. Hér situr hann ásamt góðum vini sínum og fyrrverandi nemanda, Birgi Guðnasyni, athafnamanni.
Sama dag var Erlingur á gangi í fjörunni við Kinnastaði í Þorskafirði og gekk hann þá fram á Arnarfjöður: “Þegar ég tók fjöðrina upp hugsaði ég með mér að þetta væri Laxnessfjöðrin og þetta er sagan á bakvið listaverkið," segir Erlingur.
Eins og áður segir verður listaverkið vígt fyrir framan gamla barnaskólann klukkan 15 á laugardaginn, en Erlingur sem var kennari í yfir 20 ár kenndi til margra ára við Barnaskólann. Erlingur hefur búið í Osló í um 20 ár og starfar hann þar sem myndhöggvari. Hann segist koma mjög reglulega til Íslands: “Halldór Laxness sagði eitt sinn; “Það er hámenningarloft á Íslandi" og ég er hjartanlega sammála honum," segir Erlingur að lokum.
Myndin:
Erlingur Jónsson myndhöggvari kemur reglulega til Íslands til að anda að sér hámenningarlfotinu. Hér situr hann ásamt góðum vini sínum og fyrrverandi nemanda, Birgi Guðnasyni, athafnamanni.