Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Laxinn vafinn með frystikassa-„strappa“
Blár strappi var þétt utan um laxinn eins og sjá má á þessari mynd Kristins.
Miðvikudagur 26. júní 2013 kl. 12:50

Laxinn vafinn með frystikassa-„strappa“

„Þetta er það ljótasta sem ég hef lent í á 23 ára ferli sem leiðsögumaður í laxveiði“, segir Keflvíkingurinn Kristinn Gunnarsson.

„Þetta er það ljótasta sem ég hef lent í á 23 ára ferli sem leiðsögumaður í laxveiði. Að strappa lifandi lax er ömurleg dýraníð,“ segir Keflvíkingurinn Kristinn Gunnarsson, leiðsögumaður hjá Lax-á en veiðimaður sem hann var að vinna með í ánni Blöndu um síðustu helgi fékk 4-5 kg. lax sem var með „strappa“ utan um sig miðjan.

Kristinn segir að ekki sé hægt að ímynda sér annað en að uppátækið hafi átt sér stað í verksmiðjutogara úti á sjó. „Þetta er frystikassastrappi. Það hefur einhver tekið fiskinn og strappað hann í vél, eins og gert er með fiskikassa og hent honum aftur út í sjó. Bandið var þétt að holdinu en ljóst að það hefur verið annar strappi því það er augljóst far eftir það. Svo hefur laxinn lent í árás sels því það eru tannaför á honum og blæðandi sár. Mér var virkilega brugðið þegar við lönduðum fiskinum. Líklega er ekki langt síðan hann kom úr sjó því það mátti sjá lús á hausnum á honum,“ segir Kristinn í viðtali við VF og var mikið niðri fyrir vegna meðferðarinnar á laxinum.

„Ég hef grun um að það komi meira af laxi í skipin en almennt er talað um. Það er mjög sérstakt að svona veglegur lax fái svona meðferð. Ég hefði haldið að þetta hefði verið vel þegið á matarborðið úti á sjó, nema að það sé svona mikið sem komi í veiðarfærin.“

Kristinn sagði aðspurður að veiðin í Blöndu hafi verið mjög góð frá opnun þrátt fyrir litað vatn. Mikið af tveggja ára vel höldnum laxi. „Þetta er miklu betra en í fyrra og það hafa verið að veiðast upp í 30 laxar á dag. Tveir veiðistaðir í Blöndu virðast geyma megnið af laxinum, Breiðan og Dammurinn.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Laxinn var líka særður, líklega eftir árás sels. Þessi mynd er þó tekin eftir að fiskurinn var blóðgaður.

Kristinn losaði stappann af. Far eftir annan sést vel en hann hefur losnað af fiskinum. Tannaför, líklega eftir sel má einnig greina rétt við farið.