Lausaganga katta áfram leyfð í Grindavík
Töluverðar umræður sköpuðust um lausagöngu katta á fundi umhverfis- og ferðamálanefndar Grindavíkur á dögunum í kjölfar erindis sem barst nefndinni um bann við lausagöngu katta í Grindavík.
Í gögnum nefndarinnar segir að haft var samband við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja og ljóst er að mjög erfitt getur reynst að framfylgja banni við lausagöngunni. Nefndin getur því ekki orðið við erindinu.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				