Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lausaganga katta áfram leyfð í Grindavík
Þriðjudagur 18. júní 2019 kl. 23:48

Lausaganga katta áfram leyfð í Grindavík

Töluverðar umræður sköpuðust um lausagöngu katta á fundi umhverfis- og ferðamálanefndar Grindavíkur á dögunum í kjölfar erindis sem barst nefndinni um bann við lausagöngu katta í Grindavík.

Í gögnum nefndarinnar segir að haft var samband við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja og ljóst er að mjög erfitt getur reynst að framfylgja banni við lausagöngunni. Nefndin getur því ekki orðið við erindinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024