Þriðjudagur 22. febrúar 2011 kl. 13:00
Lausaganga hunda og katta í miklum ólestri í Sandgerði
Bæjarráð Sandgerðis hefur beint tilmælum til Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Vill bæjarráðið að tekið verið á lausagöngu katta og hunda í Sandgerði af festu.
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir vakti máls á lausagöngu hunda og katta í bænum á fundir bæjarráðs á dögunum og sagði þau mál í miklum ólestri.