Lausaganga fjár og fiskúrgangur
Í vikunni sem leið kærði Lögreglan í Keflavík nokkra ökumenn fyrir umferðarlagabrot og flest á Reykjanesbraut þar sem ökumenn virðast freistast til að ýta aðeins of fast á bensíngjöfina. Á mánudag féll fiskúrgangur af vörubifreið sem þurfti að snögghemla að Fitjum og kalla þurfti út Brunavarnir Suðurnesja til hreinsunarstarfa. Á mánudag var tilkynnt um lausagöngu búfjár við Vogaveg og létu lögreglumenn starfsfólk Vatnsleysustrandarhrepps vita af rollunum.
Dagbók lögreglu
Mánudagur 7. júlí
Kl. 08:33 var ökumaður kærður fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut. Mældur hraði var 118 km þar sem hámarkshraði er 90km.
Kl. 13:23 féll fiskúrgangur af vörubifreið þar sem ökumaður hennar þurfti að snögghemla á Stekk við Reykjanesbraut á Fitjum. Kalla þurfti til Brunavarnir Suðurnesja með slökkvibifreið til að hjálpa til við hreinsunarstarf.
Kl. 14:11 var tilkynnt að piltur í unglingavinnunni í Sandgerði hafi orðið fyrir því að slasast á hálsi og baki í vinnunni. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á HSS til aðhlynningar. Óhappið átti sér stað með þeim hætti að pilturinn varð undir hjólbörum sem hann hafði setið í.
Kl. 14:38 var tilkynnt að ekið hafi verið á kyrrstæða bifreið á bifreiðastæðinu við Bónus á Fitjum í Njarðvík. Lögreglumenn fóru á staðinn. Málið var afgreitt með tjónaformi tryggingafélaganna.
Kl. 16:02 var tilkynnt að skemmdir hafi verið unnar á bifreið utan við Garðvang í Garði.
Kl. 16:25 var enn og aftur tilkynnt um lausagöngu fjár við Reykjanesbraut nálægt Vogavegi. Starfsmönnum á skrifstofu Vatnsleysustrandarhrepps var kunngert um rollurnar og ætluðu menn þar á bæ að reyna að gera eitthvað í málinu.
Kl. 20:47 var kvartað undan lagningu vinnuvélar á Mávabraut í Keflavík. Haft var samband við umráðamann vélarinnar og færði hann hana strax.
Kl. 21:30 varð umferðarslys á Grænásvegi í Njarðvík við Njarðarbraut er bifreið, sem hafði verið ekið austur Grænásveg, hafnaði á ljósastaur. Ökumaður og fjórir farþegar voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar. Ökumaðurinn var síðan fluttur á sjúkrahús í Reykjavík til frekari aðhlynningar og skoðunar. Allt bendir til þess að ökumaðurinn hafi misst stjórn á bifreiðinni í stórum vatnspolli á götunni sem hafði myndast vegna rigningar. Hvorki ökumaður né farþegarnir voru í öryggisbelti. Bifreiðin var fjarlægð af vettvangi með dráttarbifreið.
Á kvöldvaktinni voru höfð afskipti af 4 börnum í Garðinum sem voru á reiðhjólum án þess að nota hlífðarhjálm. Rætt var við börnin og forráðamönnum þeirra verður sent bréf vegna málsins. Barnaverndarnefnd verður einnig kunngert málið.
Þriðjudagur 8. júlí
Kl. 09:45 var tilkynnt að ekið hafi verði á kyrrstæða bifreið utan við Brekkustíg 9 í Sandgerði. Bifreiðin sem ekið var á er fólksbifreið af gerðinni Toyota Camry, grá að lit og árgerð 1988. Tjónvaldur ók á brott án þess að láta vita um áreksturinn. Ekki er vitað hver var þarna að verki.
Kl. 14:26 var lögreglan kölluð út á Reykjanesbraut í Kúagerði. Þar hafði stjórandi vinnuvélar misst gröfuskóflu niður á lyftara og vinnubíl. Miklar skemmdir hlutust af.
Kl. 21:12 var ökumaður kærður fyrir að aka bifreið sviptur ökuleyfi.
Tveir ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur. Annar var stöðvaður á Sandgerðisvegi þar sem mældur hraði var 123 km þar sem hámarkshraði er 90 km. Hinn var stöðvaður á Reykjanesbraut þar sem mældur hraði var 119 km þar sem hámarkshraði er einnig 90 km.
Miðvikudagur 9. júlí
Kl. 00:59 var ökumaður stöðvaður fyrir að aka á 118 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km. Í viðræðum við ökumann fundu lögreglumenn áfengisþef leggja frá vitum hans og var hann því látinn gangast undir öndunarsýnispróf sem gaf til kynna undanfarna áfengisneyslu. Ökumaður er því grunaður um að hafa ekið bifreiðinni með áfengisáhrifum
Kl. 13:45 var tilkynnt um rúðubrot í leikskólanum Holti í Innri-Njarðvík. Brotnar höfðu verið 3 rúður. Ekki er vitað hver var þar að verki.
Tíu ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Sandgerðisvegi og Reykjanesbraut. Sá sem hraðast fór var á 122 km þar sem hámarkshraði er 90 km.
Fimmtudagurinn 10. júlí
Fimm ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók var á 127 km/klst á Reykjanesbraut, þar sem hámarkshraði er 90 km/klst.
Þrír ökumenn voru kærðir fyrir að nota ekki öryggisbelti.
Einn ökumaður var kærður fyrir að sinna ekki stöðvunarskyldu
Einn ökumaður var kærður fyrir að tala í farsíma án þess að nota handfrjálsan búnað.
Einn ökumaður var boðaður með bifreið sína í skoðun vegna filmu í fremri hliðarrúðu.
Dagbók lögreglu
Mánudagur 7. júlí
Kl. 08:33 var ökumaður kærður fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut. Mældur hraði var 118 km þar sem hámarkshraði er 90km.
Kl. 13:23 féll fiskúrgangur af vörubifreið þar sem ökumaður hennar þurfti að snögghemla á Stekk við Reykjanesbraut á Fitjum. Kalla þurfti til Brunavarnir Suðurnesja með slökkvibifreið til að hjálpa til við hreinsunarstarf.
Kl. 14:11 var tilkynnt að piltur í unglingavinnunni í Sandgerði hafi orðið fyrir því að slasast á hálsi og baki í vinnunni. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á HSS til aðhlynningar. Óhappið átti sér stað með þeim hætti að pilturinn varð undir hjólbörum sem hann hafði setið í.
Kl. 14:38 var tilkynnt að ekið hafi verið á kyrrstæða bifreið á bifreiðastæðinu við Bónus á Fitjum í Njarðvík. Lögreglumenn fóru á staðinn. Málið var afgreitt með tjónaformi tryggingafélaganna.
Kl. 16:02 var tilkynnt að skemmdir hafi verið unnar á bifreið utan við Garðvang í Garði.
Kl. 16:25 var enn og aftur tilkynnt um lausagöngu fjár við Reykjanesbraut nálægt Vogavegi. Starfsmönnum á skrifstofu Vatnsleysustrandarhrepps var kunngert um rollurnar og ætluðu menn þar á bæ að reyna að gera eitthvað í málinu.
Kl. 20:47 var kvartað undan lagningu vinnuvélar á Mávabraut í Keflavík. Haft var samband við umráðamann vélarinnar og færði hann hana strax.
Kl. 21:30 varð umferðarslys á Grænásvegi í Njarðvík við Njarðarbraut er bifreið, sem hafði verið ekið austur Grænásveg, hafnaði á ljósastaur. Ökumaður og fjórir farþegar voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar. Ökumaðurinn var síðan fluttur á sjúkrahús í Reykjavík til frekari aðhlynningar og skoðunar. Allt bendir til þess að ökumaðurinn hafi misst stjórn á bifreiðinni í stórum vatnspolli á götunni sem hafði myndast vegna rigningar. Hvorki ökumaður né farþegarnir voru í öryggisbelti. Bifreiðin var fjarlægð af vettvangi með dráttarbifreið.
Á kvöldvaktinni voru höfð afskipti af 4 börnum í Garðinum sem voru á reiðhjólum án þess að nota hlífðarhjálm. Rætt var við börnin og forráðamönnum þeirra verður sent bréf vegna málsins. Barnaverndarnefnd verður einnig kunngert málið.
Þriðjudagur 8. júlí
Kl. 09:45 var tilkynnt að ekið hafi verði á kyrrstæða bifreið utan við Brekkustíg 9 í Sandgerði. Bifreiðin sem ekið var á er fólksbifreið af gerðinni Toyota Camry, grá að lit og árgerð 1988. Tjónvaldur ók á brott án þess að láta vita um áreksturinn. Ekki er vitað hver var þarna að verki.
Kl. 14:26 var lögreglan kölluð út á Reykjanesbraut í Kúagerði. Þar hafði stjórandi vinnuvélar misst gröfuskóflu niður á lyftara og vinnubíl. Miklar skemmdir hlutust af.
Kl. 21:12 var ökumaður kærður fyrir að aka bifreið sviptur ökuleyfi.
Tveir ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur. Annar var stöðvaður á Sandgerðisvegi þar sem mældur hraði var 123 km þar sem hámarkshraði er 90 km. Hinn var stöðvaður á Reykjanesbraut þar sem mældur hraði var 119 km þar sem hámarkshraði er einnig 90 km.
Miðvikudagur 9. júlí
Kl. 00:59 var ökumaður stöðvaður fyrir að aka á 118 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km. Í viðræðum við ökumann fundu lögreglumenn áfengisþef leggja frá vitum hans og var hann því látinn gangast undir öndunarsýnispróf sem gaf til kynna undanfarna áfengisneyslu. Ökumaður er því grunaður um að hafa ekið bifreiðinni með áfengisáhrifum
Kl. 13:45 var tilkynnt um rúðubrot í leikskólanum Holti í Innri-Njarðvík. Brotnar höfðu verið 3 rúður. Ekki er vitað hver var þar að verki.
Tíu ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Sandgerðisvegi og Reykjanesbraut. Sá sem hraðast fór var á 122 km þar sem hámarkshraði er 90 km.
Fimmtudagurinn 10. júlí
Fimm ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók var á 127 km/klst á Reykjanesbraut, þar sem hámarkshraði er 90 km/klst.
Þrír ökumenn voru kærðir fyrir að nota ekki öryggisbelti.
Einn ökumaður var kærður fyrir að sinna ekki stöðvunarskyldu
Einn ökumaður var kærður fyrir að tala í farsíma án þess að nota handfrjálsan búnað.
Einn ökumaður var boðaður með bifreið sína í skoðun vegna filmu í fremri hliðarrúðu.