Laus úr öndunarvél
Einum er enn haldið á gjörgæslu eftir umferðarslysið á Reykjanesbraut í síðustu viku en hann hefur verið tekinn úr öndunarvél og að sögn vakthafandi læknis gjörgæsludeildar styttist í að hann verði útskrifaður af deildinni. Líðan fólksins sem slasaðist í bílslysinu fer batnandi.
Sex voru fluttir á slysadeild Landspítala, þar af þrír á gjörgæslu, eftir slysið, sem varð skammt frá Vogaafleggjara.
Slys hafa verið mjög tíð á kaflanum við Voga. Vegagerðin hefur nú bætt merkingar á þeim slóðum.
VF-mynd/Hilmar