Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laun bæjarstjóra lækka um 20%
Mánudagur 14. júlí 2008 kl. 20:25

Laun bæjarstjóra lækka um 20%

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á fundi bæjarstjórnar Grindavíkur var ráðningasamningur Jónu Kristínar Þorvaldsdóttur, nýráðins bæjarstjóra, samþykktur. Hún mun þiggja 20% lægri laun en forveri hennar Ólafur Örn Ólafsson.

Á fundinum var einnig til umræðu starfslokasamningur Ólafs Arnar Ólafssonar og
vakti það furðu nýs meirihluta að starfslokasamningur við fráfarandi bæjarstjóra, Ólaf Örn Ólafsson, komi sjálfstæðismönnum á óvart, þar sem þeir bera ábyrgð á samningargerð við bæjarstjórann.
„Laun fráfarandi bæjarstjóra eru nú kr.1.282.381 kr. á mánuði og inn í þeirri tölu er launahækkun um kr.248.900 vegna kaupa hans á eigin húsnæði.  
Að bæjarstjórar séu ráðnir út kjörtímabilið er óalgengt og einnig má deila um ákvæði samningsins varðandi kaup á húsnæði bæjarstjórans fráfarandi.  
Á ofangreindum ákvæðum bera bæjarfulltrúar Sjálfsstæðisflokksins fulla ábyrgð.“ segir í bókun fundarins.

Sjálfstæðismennn harma á móti; „fádæma vinnubrögð sem nýr meirihluti sýnir bæjarbúum. Það er eitt að slíta meirihluta, en að segja upp góðum og reynslumiklum bæjarstjóra, sem bæði S- og D-listi voru ánægðir með, er með ólíkindum og þar með leggja 45 milljóna króna skatt á bæjarbúa.“ segir í bókun sjálfstæðismanna á fundinum.

Nýr meirihluti lét síðan bóka áður en starfslokasamningurinn var borin undir atkvæði fundarins að; útreikningar sjálfstæðismanna væru notaðir til að slá ryki í augun á fólki. Raunverulegur kostnaður við bæjarstjóraskiptin væru um 19,5 millj.kr. fyrir utan launatengd gjöld.

Málefnasamningur nýskipaðs meirihluta Samfylkingarfélags Grindavíkur og Framsóknarfélags Grindavikur var síðan lagður fram með aðaláherslu á að Grindavíkurbær verði fjölskylduvænt velferðarsamfélag með ábyrgri fjármálastjórn þar sem hagsmunir Grindvíkinga verða alltaf hafðir að leiðarljósi.


Mynd: Nýr meirihluti í Grindavík; Petrína Baldursdóttir, Gunnar Már Gunnarsson, varamaður fyrir Hallgrím Bogason, Garðar Páll Vignisson og Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, bæjarstjóri.

Mynd-VF/IngaSæm