Laugafiskur fær frest til 1. febrúar 2003
Heilbrigðisnefnd Suðurnesja hefur fallist á að veita Laugafiski undanþágu frá starfsleyfi sínu til 1. febrúar 2003 enda verði fyrirtækið áfram undir eftirliti Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja og starfi í samræmi við gildandi starfsleyfisskilyrði á Suðurnesjum. Þetta var samþykkt á fundi heilbrigðisnefndarinnar í gær.Tilefni fundar heilbrigðisnefndar var ný umsókn Laugafisks ehf. til umhverfisráðherra um tímabundna undanþágu frá starfsleyfi, dagsett 19. september s.l., erindi fyrirtækisins til heilbrigðisnefndar dagsett 19. september og beiðni umhverfisráðuneytisins um umsögn heilbrigðisnefndar vegna málsins, dagsett 19. september sl., lagðar fyrir nefndina.
Í umsókn fyrirtækisins til ráðherra kemur fram að fyrirtækið muni hætta starfsemi í Innri Njarðvík en þurfi til þess aðlögunartíma vegna samninga um hráefniskaup og afurðasölu. Fyrirtækið fer þess á leit við ráðuneytið að því verði veitt undanþága frá starfsleyfi a.m.k. til 1. febrúar n.k.
Í umsókn fyrirtækisins til ráðherra kemur fram að fyrirtækið muni hætta starfsemi í Innri Njarðvík en þurfi til þess aðlögunartíma vegna samninga um hráefniskaup og afurðasölu. Fyrirtækið fer þess á leit við ráðuneytið að því verði veitt undanþága frá starfsleyfi a.m.k. til 1. febrúar n.k.