Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laug til nafns
Þriðjudagur 13. nóvember 2012 kl. 13:04

Laug til nafns

Tæplega tvítugur ökumaður, sem lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut um helgina laug til nafns þegar lögregla ræddi við hann. Ökumaðurinn, nítján ára stúlka, ók á 132 kílómetra hraða á Reykjanesbraut, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Hún var ekki með skilríki en sagði til nafns, sem reyndist vera nafn jafnöldru hennar. Stúlkan á yfir höfði sér kæru  fyrir rangar sakargiftir og skjalafals, auk umferðarlagabrots.

Auk ofangreinds ökumanns hefur lögreglan á Suðurnesjum á undanförnum dögum stöðvað tíu ökumenn sem allir óku of hratt.  Einn til viðbótar ók sviptur ökuréttindum og annar með útrunnið ökuskírteini.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024