Laufey fékk Icelandair ferðavinning
Glæsilegir vinningar dregnir út á aðfangadagsmorgun, m.a. 100 þús. kr. frá Nettó, árskort í Sporthúsinu og Icelandair ferðavinningur.
Glæsilegir vinningar í Jólalukku Víkurfrétta og verslana á Suðurnesjum hafa flogið út í jólamánuðinum og hljóðið í kaupmönnum gott. Síðustu daga fyrir jól er opið til kl. 22 öll kvöld og til kl. 23 á Þorláksmessu.
Hún Laufey Sigfúsdóttir er ein af þessum heppnum í Jólalukkunni. Hún vann einn af mörgum Icelandair ferðavinningum þegar hún var að kaupa inn fyrir jólin í Nettó en verslunin hefur verið lang stærsti aðilinn í Jólalukku VF undanfarin ár þar sem 5300 vinningar renna út í desember. Átján aðilar á Suðurnesjum eru með Jólalukku VF að þessu sinni en þetta er í fjórtánda sinn sem þessi jólaleikur er í gangi en hann skemmtileg viðbót í jólafjörið á svæðinu.
Á aðfangadagsmorgun verða stærstu vinningarnir í Jólalukkunni dregnir út, 100 þús. kr. gjafabréf í Nettó, árskort í Sporthúsinu og Icelandair ferðavinningur frá Víkurfréttum en einnig tuttugu aðrir smærri vinningar. Það er því mikilvægt að skila miðum í úrdráttinn í Nettó eða Kaskó.