Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Lauf á tré í keflvískum garði um miðjan febrúar
Þriðjudagur 16. febrúar 2010 kl. 23:29

Lauf á tré í keflvískum garði um miðjan febrúar

Eftir einmuna veðurblíðu undanfarna daga og vikur ætti fólk ekki að láta sér bregða við það að sjá lauf brjótast út á trjám í veðursælum görðum. Sú er raunin í dag í garði við Smáratún í Keflavík. Þar er að færast grænn litur yfir trjágróður og það er rétt komið yfir miðjan febrúar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Vorið er sem sagt komið, eða það halda trén í það minnsta. Þetta eru samt slæmar fréttir fyrir trjágróður, þar sem ennþá má eiga von á frosti í fjölmarga daga og vikur þar til hið eiginlega vor, samkvæmt dagatalinu.

Víkurfréttir hafa áhuga á að heyra frá fleiri íbúum Suðurnesja þar sem vorið gæti verið farið að gera vart við sig í gróðufarinu.


Meðfylgjandi myndir sem Gísli Grétarsson segja meira en mörg orð um veðursældina í henni Keflavík.