Lauf á tré í keflvískum garði um miðjan febrúar
Eftir einmuna veðurblíðu undanfarna daga og vikur ætti fólk ekki að láta sér bregða við það að sjá lauf brjótast út á trjám í veðursælum görðum. Sú er raunin í dag í garði við Smáratún í Keflavík. Þar er að færast grænn litur yfir trjágróður og það er rétt komið yfir miðjan febrúar.
Vorið er sem sagt komið, eða það halda trén í það minnsta. Þetta eru samt slæmar fréttir fyrir trjágróður, þar sem ennþá má eiga von á frosti í fjölmarga daga og vikur þar til hið eiginlega vor, samkvæmt dagatalinu.
Víkurfréttir hafa áhuga á að heyra frá fleiri íbúum Suðurnesja þar sem vorið gæti verið farið að gera vart við sig í gróðufarinu.
Meðfylgjandi myndir sem Gísli Grétarsson segja meira en mörg orð um veðursældina í henni Keflavík.