Látrabjarg flaug í morgun
Látrabjarg, ein af Boeing 737-Max þotum Icelandair, fór frá Keflavíkurflugvelli í morgun. Þotan fór í loftið á tíunda tímanum en fyrsti áfangastaður vélarinnar á leið hennar til Spánar er Shannon á Írlandi.
Þegar þetta er skrifað er þotan djúpt suður af landinu í 19.000 feta hæð og á 317 hnúta hraða en af öryggisástæðum er Max-þotunum flogið bæði lægra og hægar en í eðlilegu farþegaflugi.