Mánudagur 2. desember 2013 kl. 11:44
				  
				Látin eftir umferðarslys á Fitjum
				
				
				
	Þrítug kona sem ekið var á við Fitjar í Reykjanesbæ þann 14. nóvember síðastliðinn lést á gjörgæsludeild Landspítala á laugardaginn. Konan hlaut lífshættulega áverka þegar ekið var á hana.
	
	Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum annast rannsókn slyssins.