Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Láta kanna lögmæti skuldbindinga í ráðningarsamningi
Fimmtudagur 17. maí 2012 kl. 00:12

Láta kanna lögmæti skuldbindinga í ráðningarsamningi

Ásmundi Friðrikssyni bæjarstjóra í Garði var sagt upp störfum á bæjarstjórnarfundi í Garði nú í kvöld. Í bókun nýs meirihluta í Garði segir að ráðningarsamningur við Ásmund Friðriksson hafi alfarið verið á ábyrgð bæjarfulltrúa D-listans. Nýr meirihluti mun láta kanna lögmæti skuldbindinga samningsins. Þetta kom fram á aukafundi bæjarstjórnar Garðis í kvöld. Samningurinn við Ásmund hljóðar upp á um 1.400.000 kr. á mánuði í laun og aukagreiðslur. Samningurinn gildir til loka kjörtímabilsins og að auki fær Ásmundur biðlaun í 6 mánuði og þá á hann inni um tvo mánuði í orlof, skv. því sem kom fram á fundi bæjarstjórnar í kvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Um uppsögn Ásmundar Friðrikssonar bæjarstjóra bókaði nýr meirihluti eftirfarandi tillögu:
„Þar sem bæjarstjórinn var ráðinn af D lista sjálfstæðismanna í Garði og tók hann þátt í kosningarbaráttu D listans er það ekki við hæfi að hann sitji áfram eftir að nýr meirihluti hefur verið myndaður sem stefnir á lýðræðisleg vinnubrögð og vandaða stjórnsýslu. Við viljum ráða viðskipta menntaðan bæjarstjóra sem verður valinn af fagaðilinum og ráðinn með breiðri sátt bæjarfulltrúa þar sem fagleg vinnubrögð verða höfð í fyrirrúmi með hag bæjarins að leiðarljósi. Friður og traust þarf að ríkja í sveitarfélaginu og forsenda þess að sameiginlegur meirihluti L og N lista ráði nýjan bæjarstjóra. Viljum við þakka Ásmundi Friðrikssyni fyrir hans störf sem bæjarstjóra og leggjum til að honum verði sagt upp störfum“.

Tillagan var samþykkt með 4 atkvæðum meirihlutans. Fulltrúar D-lista greiða atkvæði á móti.


Í framhaldinu var lögð fram bókun D-lista vegna uppsagnar bæjarstjóra:

„D-listinn harmar þá niðurstöðu sem upp er komin og telur ekki rétt að segja bæjarstjóranum Ásmundi Friðrikssyni upp störfum. Það að deilur innan lista brjótist út á þennan hátt með svo miklum kostnaði fyrir bæjarfélagið getur ekki verið réttmætt og mikil er sú ábyrgð þeirra sem fara svo fram.

Ásmundur hefur á þeim þremur árum sem bæjarstjóri starfað af miklum metnaði fyrir bæinn okkar og komið mörgum góðum
verkefnum í gang sem hafa glætt bæinn okkar lífi og vakið verðskuldaða athygli. Við höfum öll tekið þátt í þessum verkefnum með meira eða minna móti og er eitt þessarra verkefna einmitt að hefjast núna en það er listaverkefnið Ferskir Vindar.

Fyrir hönd D-lista og allra stuðningsmanna hans viljum við bæjarfulltrúar D-lista þakka Ásmundi Friðrikssyni fyrir hans góða starf fyrir bæjarbúa og óska honum og fjölskyldu hans velfarnaðar“.