Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Lasergeisla beint að kennsluflugvél á Suðurnesjum
Kennsluflugvél á flugi við Voga. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint.
Föstudagur 18. október 2013 kl. 11:12

Lasergeisla beint að kennsluflugvél á Suðurnesjum

Lögreglunni á Suðurnesjum bárust nýverið tvær tilkynningar um að grænum lasergeisla hefði verið beint að fólki. Í öðru tilvikinu, sem átti sér stað í gærkvöld, barst lögreglu tilkynning frá flugturninum á Keflavíkurflugvelli þess efnis að grænum lasergeisla hefði verið beint að kennsluflugvél á lokastefnu.

Í hinu tilvikinu, sem átti sér stað í fyrrakvöld var grænum lasergeisla beint að manni sem ók bifreið sinni eftir Hafnargötu í Keflavík. Geislanum var beint í andlit ökumannsins með þeim afleiðingum að hann missti nær stjórn á ökutæki sínu.

Lögreglan á Suðurnesjum vinnur að rannsókn málsins, sem litið er mjög alvarlegum augun, þar sem um er að ræða athæfi sem getur reynst stórhættulegt.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024