Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lasergeisla beint að flugvél
Mánudagur 20. ágúst 2012 kl. 15:38

Lasergeisla beint að flugvél

Lasergeisla beint að flugvél sem var að koma inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli.

Lögreglunni á Suðurnesjum barst á föstudag tilkynning þess efnis að lasergeisla hefði verið beint að flugvél sem var að koma inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Ekki er vitað hvaðan geislinn kom né hver var þar að verki, en ekkert óhapp hlaust af þessu alvarlega athæfi. Lögreglan rannsakar málið.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina vegna gruns um að þeir ækju undir áhrifum fíkniefna. Annar þeirra var með útrunnið ökuskírteini. Mennirnir voru báðir handteknir og færðir á lögreglustöð, þar sem tekin var af þeim skýrsla og þeim sleppt að því loknu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024