Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Larry Bird hjá Njarðvík
Sunnudagur 15. maí 2005 kl. 12:21

Larry Bird hjá Njarðvík

Mikill merkisgripur var boðinn upp á karlakvöldi Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur á föstudaginn síðastliðinn. Það var körfubolti sem áritaður var af engum öðrum en Larry Bird. Allstór hópur keypti körfuboltann og gáfu Körfuknattleiksdeildinni boltann en það voru þeir Stefán og Ari, ÁÁ verktakar, Rúnar Magnússon, Árni Einarsson, Hermann Jakobsson og Haukur Guðmundsson. Þeir styrktu Njarðvík um samtals 210.000 kr.-  en boltinn fór á 58.000 kr.-.
 
Annar körfubolti var einnig á uppboðinu en sá bolti var áritaður af öllum leikmönnum meistaraflokks Njarðvíkur en sá körfubolti var keyptur af Sparisjóðnum.
 
Mikið fjör var á karlakvöldinu og að sögn gesta tókst vel til. Haraldur Helgason, veitingamaður með meiru, sá um steikarhlaðborðið og tóku menn hraustlega til matar síns.

 

 

 

 

 

 

VF-myndir: Atli Már Gylfason

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024