Mánudagur 7. mars 2005 kl. 20:35
Lansetur fær leyfi í eitt ár til reynslu
Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt fyrir sitt leyti erindi Lögreglustjórans í Keflavík um opnun lan-seturs að Hafnargötu 44. Samþykktin gildir í eitt ár til reynslu. Bæjarráð ítrekar mikilvægi virks eftirlits m.a. með þeim reglum sem nefndar eru í bókun Barnaverndarnefndar frá 17. febrúar sl.