Langur dagur framundan
Það er langur dagur framundan hjá fjórmenningunum Sigmundi Eyþórssyni, Jóhannesi A. Kristbjörnssyni, Gesti Pálmasyni og Júlíusi Júlíussyni, sem hjóla hringinn og safna fé fyrir langveik börn á Íslandi. Fjórmenningarnir eru slökkviliðs- og lögreglumenn á Suðurnesjum og fara fyrir verkefninu Hjólað til góðs. Þeir ætla að leggja að baki 1550 kílómetra á 10 dögum og nú í kvöld lauk öðrum degi átaksins, þegar rennt var í hlað á Icelandairhótel Klaustri.
Nýr pistill er rétt ókominn í hús frá þeim félögum en Sigmundur Eyþórsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja og einn af hjólaköppunum sagði í samtali við Víkurfréttir nú áðan að allt hafi gengið að óskum í dag. Hópurinn hjólaði frá Hótel Rangá í morgun og náði á Klaustur í kvöld.
Á morgun verður lengsti kaflinn á leiðinni hjólaður þegar farið verður frá Kirkjubæjarklaustri og alla leið á Höfn í Hornafirði, um 200 km. leið. Veðurspáin er góð, um 13 sekúndumetrar í bakið og lítið uppímóti. Allir eru heilir og heilsan almennt góð segir Sigmundur. Nánari í pistlinum þeirra nú á eftir.
Víkurfréttir vilja þakka þeim sem hjálpa okkur að koma myndum og efni frá ferðalaginu til Víkurfrétta. Þannig njótum við núna aðstoðar lögreglunnar í Vík við að koma myndum í hús. Þá hafa ættingjar hjólakappanna fylgt þeim eftir og fengum við bæði ljósmyndir og videobrot frá þeim í kvöld. Aftur, kærar þakkir.
Þá hvetjum við alla til að taka þátt í söfnuninni með því að leggja eitthvað af mörkum inn á söfnunarreikninginn við Sparisjóðinn í Keflavík. Númer hans er 1109-05-411115 og kennitalan er 610269-3389.
Aðal styrktaraðili Hjólað til góðs!