Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Langtímaverkefni þar sem þarf trú og kjark
Frá fundi Almannavarna í morgun.
Föstudagur 26. janúar 2024 kl. 15:25

Langtímaverkefni þar sem þarf trú og kjark

Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, lagði áherslu á að við stæðum fram fyrir langtímaverkefni þar sem við þyrftum að hafa trú og kjark til að gera langtíma áætlanir á þessum miklu óvissutímum. Á sama tíma og við verðum að geta verið snögg að bregðast við breyttum aðstæðum þá þurfa allar okkar aðgerðir til skemmri tíma að miða við lengri tíma. Þetta kom fram í máli Víðis þegar hann lauk fundi Almannavarna í morgun með starfseiningum almannavarnakerfisins og þeim fjölda aðila sem koma að málum vegna umbrotanna á Reykjanesskaganum. Víðir þakkaði öllum þeim sem hafa staðið vaktina vegna atburðanna í og við Grindavík undanfarnar vikur.

Markmið fundarins var upplýsingamiðlun og samhæfing milli aðila sem er hluti af undirbúningi fyrir flóknar aðgerðir í Grindavík sem hafa staðir yfir í nokkurn tíma og munu halda áfram næstu mánuðina. Um sjötíu manns voru á fundinum frá fjölda stofnanna og fyrirtækja sem tengjast verkefninu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024