Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

  • Langþreyttir á körfuboltaónæði í Sandgerði
  • Langþreyttir á körfuboltaónæði í Sandgerði
Þriðjudagur 2. júní 2015 kl. 09:47

Langþreyttir á körfuboltaónæði í Sandgerði

Bæjarráð Sandgerðis hefur samþykkt að fjarlægja körfuboltaspjald sem staðsett er við enda Hjallagötu í Sandgerði. Íbúar við götuna sendu erindi til bæjaryfirvalda 3. maí sl. og ítrekuðu þar erindi frá 14. maí í fyrra.

Þar er þess krafist að körfuboltaspjald sem staðsett er við enda Hjallagötu verði fjarlægt vegna ónæðis sem íbúar verða fyrir á kvöldin þegar ungmenni safnast saman til körfuboltaiðkunnar.

Bæjarráð leggur til að umrætt körfuboltaspjald við enda Hjallagötu verði tekið niður og fundinn annar staður þar sem það veldur ekki íbúum ónæði. Frístunda-, forvarna- og jafnréttisráði var falið að gera tillögu að staðsetningu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024