Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

  • Langflestir í bílbeltum
  • Langflestir í bílbeltum
Þriðjudagur 13. janúar 2015 kl. 06:48

Langflestir í bílbeltum

Í sérstöku umferðareftirliti lögreglunnar á Suðurnesjum  nýverið var fylgst með notkun bílbelta. Af 277 ökumönnum og farþegum í 212 bifreiðum sem ekið var um eftirlitssvæðið voru 263 með bílbeltin spennt. Af hinum fjórtán sem voru án belta voru sjö ökumenn og sjö farþegar.

Fleira bar fyrir augu lögreglumanna. Einn ökumaður ók mjög ógætilega. Hann hafði ekki haft fyrir því að skafa snjó og hélu af rúðum bifreiðarinnar, svo útsýni hans var af afar skornum skammti. Hann  var því stöðvaður og á kæru yfir höfði sér.

Annar ökumaður talaði í farsíma við aksturinn án þess að nota handfrjálsan búnað. Hann lét ekki af spjallinu þótt hann yrði lögreglu var og var stöðvaður og sektaður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024