Langar biðraðir við Aðalhlið
Um kílómetra löng biðröð myndast frá Aðalhliði Keflavíkurflugvallar og langt út á Reykjanesbraut um kl. 08 á morgnana. Ástæðan er að Grænáshlið hefur verið lokað frá 11. september þegar árásirnar voru gerðar á Bandaríkin.Fjölmargir hafa sett sig í samband við Víkurfréttir og gert athugasemdir við þetta umferðarástand sem hefur verið viðvarandi frá því í haust. Fólk þarf að leggja mun fyrr af stað til vinnu ætli það ekki að mæta of seint og biðin í röðinni getur tekið margar mínútur.
Tveir harðir árekstrar hafa orðið á horni Reykjanesbrautar og tengivegar að Aðalhliði frá því 11. september. Báðir árekstrarnir hafa orið á þeim tíma sem hvað mest traffík hefur verið og a.m.k. í öðru tilvikinu er talið að ökumaður hafi ekki séð ökutæki koma úr gagnstæðri átt vegna þess hve umferðaröngþveitið var mikið.
Tveir harðir árekstrar hafa orðið á horni Reykjanesbrautar og tengivegar að Aðalhliði frá því 11. september. Báðir árekstrarnir hafa orið á þeim tíma sem hvað mest traffík hefur verið og a.m.k. í öðru tilvikinu er talið að ökumaður hafi ekki séð ökutæki koma úr gagnstæðri átt vegna þess hve umferðaröngþveitið var mikið.