Langaði að gera vel við sig
Karlmaður sem borðaði og drakk á veitingastað í Keflavík um helgina reyndist ekki eiga fyrir krásunum þegar að því kom að greiða reikninginn. Hann hafði leikið þann leik áður á sama veitingastað en kvaðst nú ætla að borga bæði eldri reikninginn og þann nýja þegar átti að neita honum um afgreiðslu. Hann fékk því umbeðnar veitingar. En borgað gat hann ekki.
Lögreglan á Suðurnesjum var kvödd til og í samtali við hana sagðist maðurinn ekki eiga peninga til að greiða fyrir veitingarnar en sig hefði langað til að gera vel við sig.
Þá var lögreglu tilkynnt um þjófnað úr vínbúð í umdæminu.