Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Landvernd kærir úrskurð um háspennulínu
Fimmtudagur 1. september 2005 kl. 09:15

Landvernd kærir úrskurð um háspennulínu

Landvernd hefur sent stjórn Hitaveitu Suðurnesja bréf þar sem fram kemur fram að samtökin hyggist kæra úrskurð Skipulagsstofnunar til Umhverfisráðherra. Í bréfinu segir að í úrskurði Skipulagsstofnunar sé í öllum megin atriðum tekið undir sjónarmið og rökstuðning Landverndar í málinu.  Þrátt fyrir það fallist Skipulagsstofnun á breytt áform HS án skilyrða. Í ljósi málsatvika og ríkra náttúruverndarhagsmuna kemur þessi niðurstaða samtökunum á óvart. Stjórn Landverndar hyggist því leggja málið fyrir umhverfisráðherra til frekari skoðunar og úrskurðar.

Þá segir í bréfinu að kjarninn í náttúru svæðisins sé landganga Reykjaneshryggjar, en nánast hvergi annarsstaðar á Jörðunni sést úthafshryggur ganga á land svo berlega og á jafn aðgengilegum stað. Góð yfirsýn yfir merkileg náttúrufyrirbæri á svæðinu hafi mikið gildi og mannvirki sem spilla þeirri yfirsýn beri að forðast. Á grundvelli náttúruverndarhagsmuna sé æskilegast að HS haldi sig við upprunaleg áform.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024