Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 22. júlí 1999 kl. 22:31

LANDSVIRKJUN KAUPIR AF SOFTA EHF.

Bjarni Kristjánsson, framkvæmdastóri Softa og Þórður Guðmundsson, framkv.stj. rekstrarsviðs Landsvirkjunar. Softa ehf. í Keflavík og Landsvirkjun undirrituðu í síðustu viku samning um um kaup Landsvirkjunar á viðhalds- og verkstjórnarkerfi Softa ehf., DMM. Kerfið verður sett upp í Blönduvirkjun, Kröflu og Laxárvirkjun og tekið í notkun fyrir 1. ágúst 1999. Hjá Softa ehf. starfa 8 manns við að þróa og markaðssetja hugbúnaðarlausnir og meðal verka fyrirtækisins eru viðhaldskerfið DMM sem þróað var fyrir Hitaveitu Suðurnesja og áætlanakerfið Keilir sem þróað var í samvinnu við Rafmagnsveitur ríkisins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024