Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Landspítali og HSS semja um fæðingaþjónustu
Fimmtudagur 10. júní 2010 kl. 12:17

Landspítali og HSS semja um fæðingaþjónustu


Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Landspítali hafa komið sér saman um verklagsreglur vegna samvinnu við fæðingarþjónustu.

Ljósmæður í Keflavík munu sinna eðlilegum fæðingum og fæðingarlæknir sinnir mæðravernd á dagvinnutíma þrjár vikur í mánuði. Heimilislæknar sinna mæðravernd í fjarveru fæðingarlæknis. Í samkomulaginu er nánar tilgreint hvernig samskiptum verður háttað til að tryggja sem best öryggi móður og barns. Keflavík er nú skilgreint sem fæðingarstaður D1, þ.e. ljósmóðir og heilsugæslulæknir starfa þar en landlæknir hefur áður gefið út Leiðbeiningar um val á fæðingarstað þar sem fæðingarstaðir eru flokkaðir eftir því hvaða þjónustustig er í boði á hverjum stað.
Frá þessu er greint á vefsíðu HSS.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024