Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Landsnet sækir um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2
Miðvikudagur 14. maí 2014 kl. 06:30

Landsnet sækir um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2

Landsnet hefur sótt um framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2 til sveitarfélaganna Grindavíkur, Hafnarfjarðar, Reykjanesbæjar og Voga. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist um mitt þetta ár og þeim ljúki í árslok 2015, fyrir utan frágangsvinnu sem verði lokið um mitt ár 2016.

Orkustofnun hefur veitt Landsneti leyfi til að reisa og reka flutningsvirkið Suðurnesjalínu 2, 220 kílóvolta (kV) háspennulínu frá Hamranesi í Hafnarfirði að Rauðamel norðan Svartsengis. Telur Landsnet nauðsynlegt að hefja framkvæmdina sem fyrst þar sem þörfin á Suðurnesjalínu 2 sé aðkallandi og er óskað eftir því að sveitarfélögin fjögur veiti umbeðið framkvæmdaleyfi, í samræmi við gildandi aðalskipulag, við fyrsta tækifæri. Sótt er um framkvæmdaleyfi til sveitarfélaganna fjögurra á grundvelli 13. og 14. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010, sbr. og 6. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi, nr. 772/2012. Framkvæmdin er matsskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000, og er álit Skipulagsstofnunar fyrirliggjandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024