Landsmenn í linsunni
Í Fræðasetrinu í Sandgerði stendur nú yfir ljósmyndasýning fréttaritara Morgunblaðsins, en á sýningunni má sjá margar mjög góðar fréttamyndir sem fréttaritarar blaðsins um allt land hafa tekið. Um farandssýningu er að ræða og er síðasti sýningardagur í Fræðasetrinu á morgun. Þeir sem hafa áhuga á að skoða sýninguna geta það í dag og á morgun, en opið er í Fræðasetrinu frá klukkan 9:00 til 17:00.VF-ljósmynd: Frá sýningunni í Fræðasetrinu.