Landsliðsbúningar rjúka út
Stapafell í Reykjanesbæ selur íslensku landsliðsbúningana í knattspyrnu og hefur salan gengið ljómandi vel en eins og flestir vita leikur Ísland sinn fyrsta leik á HM á morgun.
Búningarnir rjúka út í öllum stærðum, allt frá barnastærðum til yfirstærða, þeir eru ómerktir hjá Stapafelli en hægt er að fara til Skiltagerðar ehf. í Reykjanesbæ og láta merkja búningana.
Nóg er að gera í merkingum búningana að sögn Guðna hjá Skiltagerðinni, en fólk er bæði að merkja þá með sínu eigin nafni, föðurnafni eða nafni leikmanna. Þeir leikmenn sem eru vinsælastir eru Gylfi Sigurðsson og Keflvíkingurinn Arnór Ingvi Traustason.